Mál 13 2008

 

Ár 2009, fimmtudaginn 31. desember, var haldinn fundur í úrskurðarnefnd lögmanna að Lágmúla 7, Reykjavík.  Mættir voru undirritaðir nefndarmenn.

Fyrir var tekið málið nr. 13/2008:

            S

            gegn

            R

og kveðinn upp svohljóðandi

                                              Ú R S K U R Ð U R:

Í erindi S, kæranda, mótteknu á skrifstofu Lögmannafélags Íslands þann 9. maí 2008, er kvartað yfir vinnubrögðum R, kærðu, er hún veitti kæranda lögmannsaðstoð vegna sambúðarslita, barnaverndarmáls, afhendingar tryggingarvíxils og samninga við lánadrottna.

Með kvörtuninni til úrskurðarnefndar fylgdu afrit tölvupóstssamskipta frá 25. október 200x til 21. janúar 200x og eru þeir flestir orðsendingar kæranda til kærðu. Ekki liggur fyrir greinargerð frá kærðu.

Af gögnum málsins verður ekki ráðið með vissu á hvaða tímabili kærða vann fyrir kæranda en af tölvupóstum frá janúar 200x má ráða að þá hafi kærandi litið svo á að kærða ynni enn lögmannsstörf fyrir sig. Engin gögn er um samskipti aðila eftir það tímamark.

Fyrir liggur að  lögmannsréttindi kærðu voru felld niður þann 12. desember 200x þar sem bú kærðu hafði verið tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt 27. gr. lögmannalaga, nr. 77/1998, getur sá, er telur að lögmaður hafi gert á hlut sinn með háttsemi  sem stríðir gegn lögum eða siðareglum, lagt fram kvörtun til úrskurðarnefndar lögmanna. Samkvæmt 3. mgr. 3. gr.  lögmannalaga hefur úrskurðarnefnd lögsögu yfir lögmönnum samkvæmt 2. mgr. 1. gr. laganna.  Ekki er á valdsviði nefndarinnar að taka afstöðu til erinda vegna verka lögmanns sem misst hefur lögmannsréttindi á grundvelli 16. gr., sbr. 14. gr. lögmannalaga, þegar úrskurður er kveðinn upp.

Þar sem lögmannsréttindi kærðu féllu niður þann 12. desember 200x og hafa ekki öðlast gildi að nýju er það því utan valdsviðs úrskurðarnefndar að taka efnislega afstöðu til erindis kæranda.

Af framangreindum sökum ber að vísa erindi kæranda frá.  

                                               ÚRSKURÐARORÐ

Erindi kæranda, Ingólfs Sigurjónssonar, er vísað frá.

ÚRSKURÐARNEFND LÖGMANNA