Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna 05 2017

 

Mál 35 2017

Kærða, B, sætir áminningu.


Mál 34 2017

Kröfu kærenda, A ehf., B, C ehf., D, E ehf. og F, um að kærða, G, lögmanni, verði gert að veita þeim sundurliðaða reikninga frá árinu 2015 er vísað frá nefndinni.

Kærði á ekki rétt til frekara endurgjalds úr hendi kærenda vegna þeirra lögmannsstarfa sem hann sinnti í þágu kærenda við rekstur matsmálsins nr. M-xxx/2016 en hann hafði þegar móttekið frá kærendum og/eða fyrir þeirra hönd þann 9. september 2016.

Sú háttsemi kærða að synja því að veita kærendum gögn og upplýsingar samkvæmt beiðnum 29. september 2017, 1. október 2017 og 22. október 2017 er aðfinnsluverð.


Mál 32 2017

Kærða, B, á ekki rétt til þóknunar úr hendi kæranda, A, samkvæmt reikningi kærðu nr. 241, dagsettum 30. júní 2017 að fjárhæð 588.630 krónur með virðisaukaskatti, og skal hann felldur niður.


Mál 30 2017

Áskilin þóknun kærða, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu kæranda, A, felur í sér hæfilegt endurgjald. Endurgreiðslukröfu kæranda er hafnað.


Mál 27 2017

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 26 2017

Áskilið endurgjald kærða, B lögmanns, vegna starfa hans og/eða lögmannsstofu hans í þágu kæranda, A ehf., sætir lækkun og telst hæfilegt endurgjald að fjárhæð 3.047.680 krónur auk virðisaukaskatts.


Mál 23 2017

Áskilin þóknun kærðu, B hdl., vegna starfa hennar í þágu kæranda, A, felur í sér hæfilegt endurgjald. Endurgreiðslukröfu kæranda er hafnað.


Mál 22 2017

Kærði, C hrl., hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kærenda, A og B ehf., með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 20 2017

Kærði, B hrl., endurgreiði kæranda, A, 393.545 krónur.


Mál 19 2017

Áskilin þóknun kærða, C lögmanns, vegna starfa hans í þágu kærenda, A og B, felur í sér hæfilegt endurgjald.