Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna 05 2017

 

Mál 18 2017

Sú háttsemi kærða, B hrl., að svara ekki ítrekuðum erindum og fyrirspurnum kæranda, A, um afdrif kröfu vegna útlagðs sjúkrakostnaðar aðilans, í kjölfar uppgjörs slysabóta samkvæmt því máli sem kærði annaðist fyrir og í þágu kæranda, er aðfinnsluverð.


Mál 17 2017

Kærði, B hrl., hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, H, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Kröfu kæranda um að kærða verði gert að biðja kæranda opinberlega og skriflega afsökunar vegna ærumeiðinga er vísað frá nefndinni.


Mál 16 2017

Kærði, B hrl., hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 15 2017

Kærði, B, hrl., sætir áminningu fyrir brot á 2. mgr. 1. gr. og 3. mgr. 21. gr. siðareglna lögmanna. Kærði greiði kæranda málskostnað að fjárhæð kr. 100.000.


Mál 14 2017

Kærði, S hrl., sætir áminningu.


Mál 13 2017

Kærði, B hdl., hefur ekki brotið gegn lögum eða siðareglum lögmanna í störfum sínum fyrir kæranda, A.

Áskilin þóknun kærða, B hdl., vegna starfa hans í þágu kæranda, A, felur í sér hæfilegt endurgjald. Endurgreiðslukröfu kæranda er hafnað.


Mál 12 2017

Úrskurðarnefnd lögmanna barst þann 10. febrúar 2017 erindi kæranda, A, til heimilis að C í Grindavík, en í því er kvartað yfir því að kærða, B héraðsdómslögmaður, með starfsstöð að D, Reykjavík, hafi brotið annars vegar 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn hvað varðar rétt til endurgjalds eða fjárhæð þess og hins vegar 27. gr. laganna.


Mál 11 2017

Sú háttsemi kærða, B hrl., að tilgreina í yfirlýsingu sem beint var til fjölmiðla að kærandi, A hrl., hefði lekið kæru, sem send hafði verið til héraðssaksóknara, til fjölmiðla, er aðfinnsluverð.


Mál 9 2017

Sú háttsemi kærða, B hdl., að láta undir höfuð leggjast að senda inn gjafsóknarbeiðni fyrir kæranda, A, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir og óskir kæranda í þá veru og að kærði hafi tekið það verk að sér, er aðfinnsluverð. Þá er sú háttsemi kærða að tilgreina í tölvubréfi til kæranda að hann hygðist „afturkalla umsókn um gjafsókn til að draga ekki úr hugsanlegum möguleikum á gjafsókn fyrir Hæstarétti" þegar slík beiðni hafði aldrei verið send, aðfinnsluverð.

Áskilið endurgjald kærða, B hdl., vegna starfa hans í þágu kæranda, A, sætir lækkun og telst hæfileg fjárhæð reiknings nr. 0000145 vera 500.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og útlögðum kostnaði.


Mál 8 2017

Máli þessu er vísað frá nefndinni.