Mál 24 2023

Mál 24/2023

Ár 2024, fimmtudaginn 8. febrúar, var haldinn fundur í úrskurðarnefnd lögmanna.

Fyrir var tekið mál nr. 24/2023:

A sf.

gegn

B lögmanni

og kveðinn upp svofelldur

Ú R S K U R Ð U R :

Úrskurðarnefnd lögmanna barst þann 30. maí 2023 kvörtun C lögmanns, f.h. sóknaraðila, A sf., gegn B lögmanni, vegna ágreinings um endurgjald vegna starfa hans fyrir félagið og háttsemi varnaraðila tengslum við útgáfu og innheimtu reiknings vegna þeirra starfa.

Varnaraðila var veitt færi á að skila inn greinargerð vegna erindisins með bréfi dags. 30. maí 2023 þar sem tekið var fram að litið væri svo á að um væri að ræða kvörtun vegna háttsemi lögmanns sbr. 1. mgr. 26. gr. og 1. mgr. 27. gr. sömu laga.

Greinargerð varnaraðila barst nefndinni þann 19. júní 2023. Viðbótargreinargerð sóknaraðila barst nefndinni ásamt gögnum þann 23. júlí 2023 og viðbótarathugasemdir varnaraðila bárust þann 11. ágúst 2023. Ekki kom til frekari gagnaframlagningar í málinu og var það tekið til úrskurðar.

Málsatvik og málsástæður

I.

Sóknaraðili gerir þá kröfu að reikningur varnaraðila að fjárhæð kr. 965.836, að meðtöldum virðisaukaskatti, frá 26. apríl 2023, vegna vinnu hans við undirbúning og fundarstjórn á aðalfundi sóknaraðila 24. apríl 2023 sæti lækkun. Þá beinist kvörtun að háttsemi varnaraðila í tengslum við útgáfu og innheimtu reikningsins.

Sóknaraðili lýsir málsatvikum með þeim hætti að félagið hafi verið stofnað á árinu 2004 en það byggi á eldri samtökum félagsmanna sem hafi um áratugaskeið haft þann eina tilgang að hafa fyrirsvar og umsýslu fasteignarinnar Hvassahraun I og II, fasteignamatsnúmer 2096136, sem sé í óskiptri sameign félagsmanna sem séu 173 talsins.

Félagið hafi ekki verið virkt á síðustu árum, aðalfundir ekki verið haldnir í um áratug og stjórn félagsins ekki verið fullskipuð þar sem meirihluti stjórnarmanna var látinn og einungis tveir þeirra á lífi.

Að frumkvæði stærsta eiganda félagsins, [...], sem eiganda að 45,0746% hlut, hafi verið leitað lögfræðiráðgjafar hjá varnaraðila í tengslum við eignarhlut þeirra í sóknaraðila. Samkvæmt 14. gr. samþykkta sóknaraðila hafi [...] rétt á að tilefna einn mann í stjórn og einn til vara. Að frumkvæði [...], og með aðstoð varnaraðila, hafi verið haldinn stjórnarfundur í sóknaraðila hinn 7. október 2022 þar sem mættur var […] sem fulltrúi [...] í stjórn, en enginn annar stjórnarmaður félagsins. Á fundinum hafi prókúruumboð látinna stjórnarmanna verið afturkölluð og öðrum fulltrúa [...] veitt prókúruumboð fyrir félagið. Á sama fundi hafi einnig verið ákveðið að boða til aðalfundar í félaginu í ársbyrjun 2023 til að hægt yrði að kjósa nýja stjórn fyrir félagið og gera það starfrækt á ný. Þá kom fram í fundargerðinni að nauðsynlegt væri að tryggja langan aðdraganda að fundinum vegna fjölda félagsmanna sem hafa fengið eignarhlut fyrir erfðir til að tryggt væri að allir félagsmenn fengju boðun. Að auki var fært sérstaklega til bókunar að lögmannsstofan […] sf. c/o [B] lögmaður væri ráðin til tiltekinna verka, þ.m.t. að tilkynna um afturköllun prókúruumboða, annast samskipti við fyrirtækjaskrá vegna leiðréttinga á skráningum félagsins og undirbúa og annast umsjón aðalfundar félagsins í samráði við stjórn. Vegna vinnu sinnar fyrir hönd [...] á tímabilinu ágúst 2021 og ársloka 2022 hafi varnaraðili sent reikning að fjárhæð kr. 337.060 sem dagsettur sé 8. október 2022, eða daginn eftir umræddan stjórnarfund í sóknaraðila.

Hinn 1. mars 2023 fékk hafi sóknaraðili fengið reikning frá varnaraðila að fjárhæð kr. 466.984, reikningur nr. 930, með skýringunni „Gerð félagaskrár og félagatal afstemmt samkvæmt upplýsingum um látna félagsmenn og eftir gögnum sem aflað var hjá sýslumanni og utanríkisþjónustu.“ Fram komi að tímagjald varnaraðila sé kr. 26.900 og útseld vinna hans hafi numið 14 klst. Sóknaraðili kveðst ekki hafa fengið afhenta tímaskýrslu varnaraðila að baki reikningnum en kveðst telja óumdeilt hvaða afurðir og vinna liggi að baki umræddum reikningi.

Hinn 16. mars 2023 hafi sóknaraðili fengið annan reikning frá varnaraðila að fjárhæð kr. 657.061, reikningur 940, með skýringunni „Samið fundarboð til aðalfundar, ritðu [sic.] 172 fundarboð til jafnmargra félagsmanna, þau skráð í ábyrgð á vefsvæði Íslandspósts og lagt út fyrir póstburðargjöldum.“ Sem fyrr komi tímagjald varnaraðila fram en útseld vinna hans hafi numið 2 klst. en útseld vinna ritara á hans vegum numið 24 klst. Félagið hafi ekki fengið afhenta tímaskýrslu varnaraðila að baki reikningnum en telji óumdeilt hvaða afurðir og vinna liggi að baki umræddum reikningi.

Sóknaraðili segir umrædda reikninga nr. 930 og 940 hafa verið greidda af hálfu félagsins til varnaraðila og að ekki sé deilt um þá í málinu, en mikilvægt sé að taka fram að þeir vörðuðu þá vinnu sem fólst í að senda út aðalfundarboð til 172 félagsmanna sem send voru út fyrir 16. mars 2023.

Aðalfundur félagsins hafi verið haldinn 24. apríl 2023 kl. 15:00 í húsakynnum Grand Hótel í Reykjavík. Stjórnarmaður félagsins sem fulltrúi [...] hafi opnað fundinn. Hann hafi kynnt fyrsta mál á dagskrá sem hafi verið kosning fundarstjóra og lagt varnaraðila til sem fundarstjóra. Tillögunni hafi verið mótmælt á fundinum og annar fundarstjóri lagður til. Fram hafi komið í þessu sambandi að ástæða tillögunnar væri vantraust viðkomandi gagnvart varnaraðila. Tillagan hafi verið borin undir kosningu og hafi varnaraðili orðið undir í kosningu fundarstjóra. Varnaraðili hafi því yfirgefið fundinn strax að kosningu lokinni kl. 15:30, en önnur aðalfundarstörf farið fram til um kl. 18:00 þegar fundi var slitið.

Strax að aðalfundi loknum hafi verið haldinn fyrsti stjórnarfundur nýkjörinnar stjórnar sóknaraðila sem sé skipuð fimm aðalmönnum og þremur til vara. Tveimur dögum eftir aðalfundinn, eða 26. apríl 2023, hafi félagið fengið reikning frá varnaraðila að fjárhæð kr. 965.836, reikningur nr. 951, sem kvörtun þessi snúi að. Á reikningum komi fram að útseld vinna varnaraðila hafi numið 23 klst. og vinna á vegum ritara hafi numið 18 klst. og skýring reikningsins sé „Vinna við undirbúning aðalfundar sóknaraðila frá 16. mars 2023 til og með 24. apríl 2023. Samskipti við félagsmenn, aðstoð við stjórn félagsins, undirbúningur fundar- og kjörgagna.“ Á tímaskýrslunni sem fylgdi reikningnum hafi verið fimm línur með eftirfarandi skýringum:

  1. mars 2023: Samskipti við félagsmenn - 1,25 klst.
  2. apríl 2023: Undirbúningur aðalfundur, fundað með stjórn og Erlu – 6,5 klst.
  3. apríl 2023: Undirbúningur aðalfundar – 3,25 klst.
  4. apríl 2023: Undirbúinn aðalfundur – 4 klst.
  5. apríl 2023: Undirbúningur aðalfundar, farið á aðalfund og vikið af fundi í kjölfar kjörs fundarstjóra – 8 klst.

Sóknaraðili kveður gjaldkera félagsins hafa skrifað varnaraðila tölvupóst þar honum hafi verið tjáð að haldinn yrði stjórnarfundur í félaginu þar sem umræddur reikningur yrði til umræðu en nauðsynlegt væri að fá sundurliðun á tímaskýrslum varnaraðila þar sem skýringar væru mest allar „undirbúningur aðalfundar“ og væru engan vegin lýsandi fyrir þá vinnu sem lægi að baki. Að auki var óskað eftir sundurliðun á því hvað fólst í „útseldri vinnu“ á vegum ritara, auk þess sem athugasemd var gerð við að tímaskýrsla varnaraðila miðaði við 16:30 þegar að hans störfum lauk kl. 15:30.

Tölvupóstinum hafi varnaraðili svarað samdægurs með eftirfarandi skýringu:

„Það var í mörg horn að líta vegna undirbúnings fundarins svo tryggt væri tryggja að allt færi vel fram. Það var sérstaklega snúið sökum fjölda fundarmanna og brotakenndu atkvæðismagni. Útseld vinna ritara á skrifstofu minni fólst fyrst og fremst í frágangi kjörgagna og yfirferð þeirra og því tengt. Tímaskráning miðast við komu á skrifstofu eftir fund og lok frágangs málsgagna eftir fund.”

Á fundi stjórnar sóknaraðila hinn 3. maí 2023 hafi stjórnarmenn verið sammála um að skýringar varnaraðila væru ófullnægjandi og umkrafið endurgjald verulega óhóflegt. Ákveðið hafi verið að varaformaður stjórnar, sem einnig er lögmaður, skrifaði varnaraðila tölvupóst og ítrekaði óskir um nánari upplýsingar um vinnu að baki reikningnum. Við hafi tekið tölvupóstsamskipti þar sem varnaraðili hafi spurt hvað varaformanninum þætti hæfilegt og hann svarað því til að almennt mætti ætla að 2-3 klst. væri hæfilegur undirbúningstími fundarstjóra þar sem ekki væri krafist lögfræðilegrar greiningar. Varnaraðili hafi svarað því til að málið hafi krafist bæði greiningar og undirbúnings. Upplýsti varaformaðurinn varnaraðila um að ekki væri unnt að samþykkja reikninginn og óskaði eftir að stjórn félagsins yrði afhent afrit þeirrar greiningar­vinnu sem liggi þarna að baki.

Svör varnaraðila hafi verið á þá leið að afurð hans greiningarvinnu hafi verið nýtt á fundinum við innskráningu, atkvæðagreiðslur o.fl. Útbúa hafi þurft kjörgögn fyrir alla 172 félagsmenn þar sem ekki hafi verið vitað hverjir mættu til fundarins. Ákveða hafi þurft form atkvæða­greiðslu og hvernig yrði farið með tillögu um skilyrt leyfi til stjórnar til að selja jörð í eigu félagsins svo jafnræðis væri gætt. Hann hafi farið yfir kjörgengisskilyrði, sett upp beinagrind að fundargerð og leiðbeint fundarritara. Þá hefði hann greint nánar eignarhluti þar sem arftakar voru í fleiri en einni erfð en þá vinnu hafi þurft að klára til þess að félagaskráin yrði rétt. Hann hafi átt í samskiptum við félagsmenn, aðstoðað þá við gerð umboða og leiðbeint þeim sem óskuðu eftir slíku. Hann hafi aðstoðað og veitt eina stjórnarmanni félagsins ráðgjöf, undirbúið sig sérstaklega til að geta svarað hvers kyns spurningum um félagssamþykktir, félagsform, skattalegar skuldbindingar sem á félagsmönnum hvíldu, ábyrgð þeirra sem byðu sig fram til stjórnar og margt fleira. Þó störf hans hafi verið afþökkuð á fundinum leiði það ekki til þess að fyrir hans vinnu yrði ekki greitt.  

Þann 6. maí 2023 hafi varnaraðili áframsent reikning frá Grand Hótel til varaformanns stjórnar sóknaraðila auk reiknings frá […] vegna útlagðs kostnaðar í þágu sóknaraðila vegna vinnu varnaraðila sem félaginu bæri að greiða á grundvelli 2. mgr. 26. gr. laga nr. 50/2007. Þá tjáði varnaraðili varaformanninum að innheimtubréf yrðu send vegna ógreidds reiknings hans sem félagsmenn bæru óskipta ábyrgð á með félaginu. Varaformaður sóknaraðila svaraði varnaraðila samdægurs og benti á að ólögmætt væri að senda reikninginn í innheimtu þar sem ekki kæmi fram eindagi á honum. Þá var varnaraðili beðinn um að senda tímaskýrslu að baki reikningnum sem sendur hafi verið til [...] þar sem sóknaraðili teldi að hann gæti varðað önnur málefni [...] en tengdust sóknaraðila.

Þegar komið var að eindaga reiknings 951 segir sóknaraðili að gjaldkeri félagsins hafi tekið eftir því að engar greiðsluupplýsingar væri að finna á reikningnum auk þess sem engin krafa hefði verið send í heimabanka félagsins. Sendi gjaldkerinn varnaraðila tölvupóst vegna þessa þann 12. maí 2023 og óskaði eftir greiðsluupplýsingum og 10 daga greiðslufresti þar sem upplýsingarnar hefði vantað. Auk þess hafi gjaldkerinn óskað eftir afriti af reikningi frá Póstinum vegna póstþjónustu sem þyrfti að berast í bókhald félagsins. Sóknaraðili kveður varnaraðila hafa svarað erindi gjaldkerans samdægurs og tjáð honum að reikningurinn hafi verið felldur niður þar sem greiðslu hafi verið synjað þó eitthvað hafi verið dregið í land síðan. Sendi hann bankaupplýsingar og fór fram á að reikningurinn yrði greiddur sama dag. Póstkostnaður hafi verið reiknaður út frá fjölda bréfa og gjaldskrá póstsins og sendi varnaraðili afrit af kvittunum vegna ábyrgðarbréfa.

Daginn eftir, 13. maí 2023, hafi varnaraðili haft samband og spurt hvort ekki stæði til að greiða reikninginn og verið svarað á þann veg að reikningurinn yrði tekinn fyrir á stjórnarfundi 16. maí 2023. Á þeim fundi komst stjórn að þeirri niðurstöðu að reikningur varnaraðila væri of hár og engan vegin í samræmi við þá vinnu sem almennt mætti teljast eðlileg í þessu samhengi. Hann væri enda nánast jafn hár og tveir fyrri reikningar sem voru vegna vinnu við gerð félagaskrár, boðun aðalfundar o.fl. Skýringar varnaraðila á reikningnum hafi verið ófullnægjandi og svör hans dónaleg auk þess sem sóknaraðili hafi ekki fengið afrakstur þeirrar vinnu sem eigi að hafa verið unnin á þessum tíma. Þá beri félaginu ekki að greiða fyrir þjónustu við félagsmenn um umboðsgerð. Var samþykkt að óska þess að varnaraðili felldi niður reikninginn eða lækkaði hans að stórum hluta. Ef ekki yrði fallist á það yrði reikningurinn greiddur með fyrirvara og ágreiningur um hann lagður fyrir úrskurðarnefnd lögmanna á grundvelli 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn. Hafi varnaraðili verið upplýstur um þessa ákvörðun stjórnar sóknaraðila með tölvupósti 22. maí 2023.

Þann dag hafi varnaraðili sent innheimtubréf á sóknaraðila og innheimtuviðvörun á þrjá félagsmenn sóknaraðila, þar af einn stjórnarmann og tvo sem eiga fulltrúa í stjórn. Kom fram að félagsmenn bæru óskipta ábyrgð á skuldbindingum sóknaraðila. Varnaraðili hafi þannig ákveðið að beina kröfum sínum einungis gegn þremur stjórnarmönnum sem eiga þá fulltrúa í stjórn félagsins sem átt höfðu í samskiptum við hann. Fór svo að reikningurinn var greiddur af sóknaraðila sama dag með þeim fyrirvara að stjórn sóknaraðila myndi leggja það ágreining um fjárhæð reikningsins undir úrskurðarnefnd lögmanna á grundvelli 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn.

Sóknaraðili telur ljóst að umræddur reikningur varnaraðila eigi að sæta lækkun af hálfu úrskurðarnefnda lögmanna á grundvelli 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn auk þess sem kvartað er yfir háttsemi varnaraðila í tengslum við útgáfu og innheimtu reikningsins sem felur að mati sóknaraðila í sér brot á siðareglum lögmanna eða lögum, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998.

Að mati sóknaraðila er ljóst að ágreiningur málsins snúi að endurgjaldi varnaraðila að fjárhæð kr. 965.836 fyrir það afmarkaða verkefni að taka að sér fundarstjórn á umræddum aðalfundi. Slík verkefni krefjist ekki lögfræðilegrar greiningar eða annars undirbúnings en að kynna sér dagskrárliði og samþykktir félagsins.

Sóknaraðili telur varnaraðila hafa brotið gegn ákv. 2. mgr. 10. gr. siðareglna lögmanna í tengslum við útgáfu og innheimtu umrædds reiknings. Skylda lögmanns til að upplýsa um verkkostnað sé virk á meðan verkinu vindur fram, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar í máli 15/2022. Til viðbótar við ófullnægjandi skýringar sé ljóst að sóknaraðili hafi fyrst verið upplýstur um áfallnar vinnustundir og áskilda þóknun vegna starfa hans við lok réttarsambands aðila þann 24. apríl 2023.

Sóknaraðili bendir á að ef varnaraðili hafði ekki kunnáttu eða þekkingu til að vera fundarstjóri á aðalfundi félagsins hefði hann ekki átt að taka verkefnið að sér, sbr. 8. gr. siðareglnanna.

Ennfremur telur sóknaraðili að varnaraðili hafi brotið gegn 15. gr. siðareglna lögmanna þar sem hann hafi neitað að veita upplýsingar þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um fyrr en honum var tjáð að stjórn sóknaraðila gæti ekki greitt reikninginn. Upphaflegum fyrirspurnum hafi varnaraðili svarað með ófaglegum tilsvörum og dónaskap. Sóknaraðili telur ljóst að varnaraðili hafi tekið því persónulega að tillaga hafi verið lögð fram um annan fundarstjóra á aðalfundinum og fundarmaður, sem nú er stjórnarmaður í félaginu, lýst því yfir að hann treysti ekki varnaraðila. Sú háttsemi feli í sér brot á 3. gr. siðareglna lögmanna.

Að mati sóknaraðila hefur varnaraðili brotið gegn ákvæðum 34. og 35. gr. siðareglna lögmanna, m.a. með því að senda innheimtubréf á einstaka félagsmenn persónulega vegna óvildar hans í garð stjórnarmanna sóknaraðila sem eru nákomnir umræddum félagsmönnum.

Sóknaraðili vísar til 24. og 24. gr. a laga nr. 77/1998 um lögmenn sem og til 6. og 7. gr. innheimtulaga nr. 95/2008, vegna þeirrar háttsemi varnaraðila að hóta innheimtu reikningsins 5 dögum áður en komið var að eindaga. Þá telur sóknaraðili ljóst að reikningur nr. 951 uppfylli ekki skilyrði 7. gr. laga nr. 95/2008, þar sem á honum hafi ekki verið tilgreindur greiðslustaður og því hafi sóknaraðili verið í fullum rétti að áskilja sér aukinn greiðslufrest.

Þá telur sóknaraðili það að varnaraðili hafi fellt reikninginn niður bera þess skýrt merki að hann hafi vitað að um óhóflegt endurgjald hafi verið að ræða.

Að lokum lagði sóknaraðili fyrir nefndina að taka það til skoðunar við mat á viðeigandi viðurlögum gagnvart varnaraðila hvort hann hafi áður sætt aðfinnslum af hálfu nefndarinnar vegna brota lögum nr. 77/1998 um lögmenn eða vegna brota á góðum innheimtuháttum samkvæmt 6. gr. innheimtulaga nr. 95/2008.

II.

Varnaraðili krefst þess að öllum þeim ávirðingum sem á hann eru bornar af hálfu sóknaraðila, þ.m.t um óhæfilega reikningagerð, verði hafnað og að sóknaraðila verði gert að greiða varnaraðila málskostnað samkvæmt mati úrskurðarnefndar.

Varnaraðili fór yfir tildrög að stofnun varnaraðila og starfsemi félagsins fram til 9. ágúst 2021 þegar [...] sem er stærsti einstaki eigandi sóknaraðila með 45,0746 % hlut, leitaði til varnaraðila um aðstoð við að knýja fram aðalfund í félaginu. Stjórn [...] ákvað að tilnefna aðal og varamann í stjórn sóknaraðila með það að markmiði að koma á lögmætri skipan í málefnum sóknaraðila sem höfðu að sögn varnaraðila verið í ólestri og var óskað eftir fulltingi varnaraðila í þeim efnum.

Varnaraðili segir vinnu sína í kjölfarið m.a. hafa falist í samskiptum við fyrirtækjaskrá RSK, samskiptum við fulltrúa [...] og undirbúningi stjórnarfundar í sóknaraðila sem ákveðið var að halda 7. október 2022. Fyrir þessa vinnu voru skráðir alls 19 tímar og voru 10 þeirra reikningsfærðir á [...] með reikningi dags. 8. október 2022. Að sögn varnaraðila er um að ræða útlagðan kostnað í þágu félagsins sbr. 22. gr. laga nr. 50/2007 og á [...] endurkröfurétt á hendur sóknaraðila vegna hans.

Verkefnin sem varnaraðila var falið að vinna ritaði stjórn í fundargerð 7. október 2022 í 7 töluliðum og lauk skrifstofan þeim öllum með árangri. Sú breyting var gerð að fallið var frá því að leita bréflega álits á skattalegum álitaefnum varðandi félagið og lögmanni félagsins falið að leggja mat á það mál og kynna á komandi aðalfundi.

Varnaraðili hafði þá þegar byrjað á því verkefni að kanna hve torsótt yrði að taka saman félagaskrá fyrir sóknaraðila með því að kalla eftir upplýsingum frá sýslumanni um framvindu skipta á dánarbúum nokkurra látinna félagsmanna. Í því skyni hafi skrifstofa varnaraðila þann 7 júní 2022 kallað eftir yfirlitum yfir 10 látna félagsmenn sbr. tölvupóst þann dag kl. 11:01, síðar kom í ljós að hluti erfingja sem upplýstist um voru látnir og kom það ítrekað fyrir. Varnaraðili vísar um þetta til afrita tölvupósta og yfirlita um framvindu skipta skv. dánarskrá sýslumanns sem skrifstofu hans voru send og hagnýtt voru til úrvinnslu og gerðar félagatals.

Varnaraðili kveður alla vinnu gerð félagatals sóknaraðila hafa byggt á félagatali undirrituðu af stjórn sóknaraðila 13. september 2004. Í sumum tilvikum hafi þurft að grennslast fyrir í útlöndum en oft hafi mál þó verið leyst með þeim hætti að skyldmenni gáfu varnaraðila upplýsingar í gegn um síma og var fólk auðfúst til þess eftir að erindið var borið upp. Varnaraðili bendir á að Excel skjal sem var útbúið sem grunnheimildaskjal um gerð félagatals sem hann segir koma til með að nýtast sóknaraðila um ókomna tíð.

Varnaraðili leggur fram tímaskýrslu að baki hins umþrætta reiknings sem sýnir 14 skráða tíma á málið sem varnaraðili segir skoðun tölvupóstsamskipta og minnispunkta leiða í ljós að þar hafi vinnustundir verið vantaldar.

Varnaraðili kveðst hafa annast pöntun á fundarsal og veitingum og verið í sambandi við Nordica hótel og Grand hótel í því skyni. Úr varð að pantaður var fundarsalur á Grand hótel.

Vinnu við gerð félagatals lauk að sögn varnaraðila þann 10 mars 2023 og hafði varnaraðili um það leyti einnig samið fundarboð og borið undir stjórn félagsins. Í fundarboðinu voru félagsmenn ítrekað hvattir til að hafa samband við varnaraðila varðandi frekari upplýsingar. Var það gert að beiðni stjórnar, en stjórnarmaður var ekki í aðstöðu til að svara síma og tölvupósti öllum stundum.

Á reikningi nr. 940 komi fram að reikningsfærðir séu tveir tímar hjá lögmanni, en tímaskýrsla sýni að 4 tímar voru unnir við samningu fundarboðs í samvinnu við stjórn og prókúruhafa. Vinna lögmanns sé vantalin á reikningnum um tvo tíma að andvirði 53.800 auk virðisaukaskatts.

Auk vinnu varnaraðila sjálfs er krafið um vinnu ritara skrifstofu varnaraðila fyrir 24 klst. á kr. 8.900 á tímann, en um er að ræða sérhæfða starfsmenn með áratuga starfsreynslu sem aðstoðarmenn lögmanna. Vinna þeirra hafi falist í ritun boðunarbréfa og leggur varnaraðili fram gögn til staðfestingar vinnu aðstoðarmannanna. Þegar bréfin höfðu verið rituð þurfti að sögn varnaraðila að setja hvert hinna 172 bréfa í umslag og skrá á vef Íslandspósts sem ábyrgðarbréf sem sum þurfti að senda til útlanda. Telur varnaraðili ljóst að vinna aðstoðarmannanna sé verulega vantalin og ekkert skráð vegna tíma varnaraðila sem fór í að leiðbeina þeim og liðsinna.

Strax og boðunarbréf bárust félagsmönnum tóku að sögn varnaraðila að berast símtöl og tölvupóstar með alls kyns erindum og fyrirspurnum. Í samræmi við samning varnaraðila við stjórn sóknaraðila var öllum svarað og leiðbeint í samræmi við gefin loforð varnaraðila til stjórnar.

Varnaraðili sundurliðaði í greinargerð sinni samskipti við félagsmenn eftir útsendingu fundarboða í 21 lið og lagði fram afrit tölvupósta í aðdraganda stjórnarfundarins. Auk vinnu við samskipti við félagsmenn, stjórnarmenn og aðra í aðdraganda fundarins átti varnaraðili fund með stjórn og prókúruhafa sóknaraðila 19. apríl 2023. Þann sama dag sendi lögmannsstofa varnaraðila stjórn og prókúruhafa félagatal, unnið af lögmanni stofunnar til útprentunar og afhendingar fundarmönnum. Varnaraðili segir ekki vera um að ræða tæmandi talningu á tölvupóstsamskiptum og að ekki hafi verið haldið sérstaklega utan um símtöl, sem hafi komið á öllum tímum, oft þegar varnaraðili var utan skrifstofu.

Varnaraðili kveður alla þá vinnu sem hann lagði í að greiða götu félagsmanna fyrir fundinn hafa stuðlað að betri framkvæmd aðalfundar þar sem fundarmenn fengu skýr svör við alls kyns álitaefnum sem á þeim brunnu fyrir fundinn. Upplýsingagjöf varnaraðila hafi haft margfeldisáhrif því upplýsingarnar hafi gengið áfram á milli félagsmanna sem margir hverjir tengjast fjölskyldu og vinaböndum.

Hluti vinnu varnaraðila hafi snúið að útreikningi atkvæða þegar einn aðili þarf að sæta skerðingu atkvæðisréttar en [...] býr við skertan atkvæðisrétt á aðalfundi sóknaraðila, samskipti við endurskoðanda vegna þess, skoðun gagna frá öðrum fundum þar sem sambærilegar aðstæður höfðu verið uppi. Að mati varnaraðila var um að ræða lögmæta og eðlilega vinnu sem varnaraðila var rétt að ráðast í. Að sögn varnaraðila voru Excel sjöl vegna þessara útreikninga aðgengileg á aðalfundinum.

Varnaraðili lýsti vinnu við gerð skjals sem m.a. var ætlað það hlutverk að tryggja lögmæta framkvæmd fundarins við innskráningu fundarmanna og atkvæðagreiðslu. Þetta skjal kveðst varnaraðili hafa sent varamanni í stjórn sóknaraðila á þeim degi sem aðalfundur fór fram.

Við gerð kjörseðla kveðst varnaraðili hafa gætt að því að skv. 12. gr. samþykkta sóknaraðila er það afl atkvæða sem ræður úrslitum miðað við atkvæðavægi fundarmanna. Hafi kjörseðlar því verið útbúnir þannig að þeir höfðu einkennisnúmer, upplýsingar um eignarhlut og málefni sem kosið var um. Útbúin hafi verið kjörgögn fyrir hvern fundarmann sem voru sex A4 blöð og varnaraðili lýsti nánar í greinargerð. Að sögn varnaraðila voru útbúin 172 eintök kjörseðla og samtals útbúin 1.032 skjöl í því skyni og hafi það verið vandaverk og tímafrekt sökum síbreytilegs vægis atkvæða. Lýðræði félagsmanna, eftir meira en áratugar vanrækslu, hafi verið undir og fráleitt að kasta til höndum. Eftir að varnaraðili hafði útbúið fyrirmynd að öllum skjölum hafi starfsmaður skrifstofu hans hafið vinnu við gerð þeirra og þegar í ljós kom hve tímafrek þessi vinna reyndist hafi annar starfsmaður komið til aðstoðar. Vegna þessarar vinnu var reikningsfærð 18 klukkustunda útseld vinna tveggja starfsmanna á skrifstofu varnaraðila.

Laugardaginn 22. apríl kveðst varnaraðili hafa mætt til vinnu og farið yfir kjörgögn og borið saman við Excel skjalið sem ætlað var að líma framkvæmd fundarins saman. Í örfáum tilvikum þurfti lagfæringa við og hafi varnaraðili gert þær. Varnaraðili segir kjörseðla þá sem skrifstofa hans útbjó hafa verið notaða á fundinum sjálfum og auka kjörseðill sem útbúinn hafi verið í öryggisskyni hafi verið hagnýttur við kjör fundarstjóra. Þá kveðst varnaraðili hafa útbúið beinagrind að fundargerð fyrir varamann í stjórn sem hafði tekið að sér að vera fundarritari aðalfundar honum til leiðbeiningar, sem hafi verið hagnýtt við ritun fundargerðar. Að kvöldi sama dag kveðst varnaraðili hafa fengið senda ársreikninga sóknaraðila til yfirlestrar sem hann hafi farið yfir að morgni fundardags og verið í samskiptum við prókúruhafa félagsins með ábendingar og spurningar.

Varnaraðili lýsti þeirri vinnu sem hann kveðst hafa innt af hendi að morgni þess dags sem aðalfundur var haldinn við undirbúning fundarins. Í mörg horn hafi verið að líta þennan morguninn og varnaraðili ekki sinnt neinum öðrum verkum en í þágu sóknaraðila. Þá lýsti varnaraðili því sem fram fór á fundinum í stuttu máli og kveðst hann hafa vikið af fundi þegar klukkan var að ganga fimm, haldið til skrifstofu sinnar og gengið frá málsgögnum.

Varnaraðili kveður stjórn [...] fyrst hafa óskað eftir aðkomu lögmannsstofu hans að málefnum sóknaraðila í krafti 45,0746 % eignarhlutar og ákvæða 19. gr. og 28. gr. laga nr. 50/2007. Markmið [...] hafi verið að koma á lögmætri stjórn í félaginu sem sé eðlilegur þáttur í rekstri félagsins og enginn félagsmaður hafi getað lýst sig mótfallinn þeirri ráðagerð. Sá stjórnarmaður sóknaraðila sem réð lögmannsstofu varnaraðila hafi verið fulltrúi stærsta einstaka félagsaðilans og hafi á grundvelli þess haft heimild til þessarar ráðstöfunar, sbr. og 19. og 28. gr. laga nr. 50/2007 um sameignarfélög.

Varnaraðili segir umræddan stjórnarmann ekki hafa tekið aðrar ákvarðanir í nafni sóknaraðila en þær að leiðrétta skráningu stjórnar félagsins, veita formanni [...] prókúruumboð fyrir félagið og ráða varnaraðila til að annast undirbúning og umsjón aðalfundar. Prókúruumboð hafi veitt prókúruhafa heimild til þess að koma fram fyrir hönd sóknaraðila í öllum málum að frátaldri sölu fasteigna félagsins. Fulltrúa [...] í stjórn sóknaraðila, varamaður hans og prókúruhafa félagsins hafi verið gerð grein fyrir því í upphafi vinnu varnaraðila að verk væri að vinna sökum ótrúlegrar vanrækslu í málefnum sóknaraðila undanfarin ár sem hafi verið ástæða þess að leita þurfti lögmannsaðstoðar.

Þeir stjórnarmenn sem kjörnir hafi verið á aðalfundi 24. apríl 2023 hafi ekki komið að ráðningu lögmannsstofu varnaraðila og hafi störfum varnaraðila verið lokið með fullum árangri með kjöri þeirra. Hlutverk varnaraðila hafi verið að undirbúa og halda aðalfund og sjá til þess að lögmæt stjórn yrði kjörin og það hafi gengið eftir. Varnaraðili kveður ómögulegt hafa verið fyrir sig að kynna vinnu og kostnað við undirbúning aðalfundarins fyrir stjórnarmönnum sem ekki höfðu verið kjörnir á þeim tíma. Áðurnefndur stjórnarmaður og varamaður hans ásamt prókúruhafa félagsins hafi vitað af umfangi vinnunnar fyrir fundinn og síðar kjörnir stjórnarmenn hafi fengið vitneskju eftir kjör sitt. Þeir hafi þó vitað vel af vinnuframlagi varnaraðila og mátt þekkja umfang þess en þrír núverandi stjórnarmenn sóknaraðila hafi verið í sambandi við lögmannsstofu varnaraðila í aðdraganda aðalfundarins.

Varnaraðili bendir á að öll skjöl sem hann hafi útbúið í aðdraganda fundarins hafi verið notuð við framkvæmd fundarins, áður en núverandi stjórnarmenn sóknaraðila voru kjörin. Núverandi stjórnarmenn hafi skráð sig inn á fundinn hjá varnaraðila, greitt atkvæði með kjörseðlum varnaraðila, atkvæði hafi verið talin með Excel skjali varnaraðila og fundargerð verið færð eftir formi sem varnaraðili útbjó og eftir leiðbeiningum frá honum.

Að mati varnaraðila leiða gögn málsins í ljós að vinna lögmannsstofu hans við undirbúning sóknaraðila hafi verið langtum meiri en samkvæmt tímaskráningu og þóknun sé lögmannsstofunnar hófstillt í því ljósi. Stjórn félagsins og prókúruhafi hafi ítrekað leitað til varnaraðila fyrir aðalfundinn með margvísleg erindi tengd verkefninu og varnaraðili sinnt þeim öllum. Stjórn sóknaraðila hafi vel vitað af umfangi vinnu varnaraðila fram að aðalfundi og kunnað vel að meta þjónustu hans.

Varnaraðili kveðst hafa veitt upplýsingar um vinnu sína þegar eftir þeim var leitað og að frá 4. maí 2023 hafi stjórn sóknaraðila haft þær upplýsingar sem til þurfti til að taka afstöðu til hins umþrætta reiknings. Að mati varnaraðila er öll framsetning sóknaraðila í formi aðdróttana í hans garð enda hafi sóknaraðila ekki getað dulist sú vinna sem lögmannsstofa hans hafi innt af hendi í málinu.

Þar sem ágreiningur var um réttmæti reiknings lögmannsstofu varnaraðila var að hans mati ekki skylt að senda sóknaraðila innheimtuviðvörun sbr. 6. mgr. 7. gr. laga nr. 95/2008. Því hafi innheimtubréf sent félaginu markað upphaf löginnheimtu og samrýmist sú tilkynning í ljósi þess sem á undan hafði gengið, góðum lögmannsháttum sbr. grein 24. a í lögum nr. 77/1998. Þarna hafi 27 dagar verið liðnir frá útgáfu reiknings og afstaða meirihluta stjórnar sóknaraðila sú að hafna greiðslu reikningsins.

Varnaraðili bendir á að samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 50/2007 beri félagsmenn einn fyrir alla og allir fyrir einn ábyrgð á heildarskuldbindingum félagsins. Samkvæmt meginreglum kröfuréttar eigi kröfuhafi frjálst val þegar margir skuldarar eru að sömu kröfu um að hverjum hann beinir kröfu sinni. Vísar varnaraðili til dóms Hæstaréttar á bls. 328 í dómasafni réttarins frá árinu 1995 hvað þetta varðar. Beiting þessa valréttar af hálfu varnaraðila sé ekki „contra bonos mores“ enda byggi réttur varnaraðila til úrvals úr hópi skuldara á hlutlægri ábyrgð þeirra á skuldbindingum sóknaraðila

Tveir stjórnarmanna sóknaraðila séu umboðsmenn félagsmanna og beri ekki ábyrgð á skuldbindingum félagsins, en það geri umbjóðendur þeirra og kröfunni því réttilega beint að þeim sbr. 8. gr. laga nr. 50/2007. Telji sóknaraðili að kröfu hafi frekar átt að beina að öðrum félagsmönnum telur varnaraðili rétt að sóknaraðili rökstyðji hvernig það megi vera. Engin aldurstakmörk séu sett á ábyrgð félagsmanna í sameignarfélagi sbr. 8. gr. laga nr. 50/2007. Tímamörkum 2. mgr. 8. laga nr. 50/2007 hafi verið fullnægt enda 15 dagar liðnir frá því krafan barst sóknaraðili í tölvupósti. Eftir synjun félagsins á greiðslu reikningsins eigi frestfyrirmælin ekki lengur við sbr. síðasta málslið 2. mgr. 8. gr. laga nr. 50/2007.  Dylgjum og aðdróttunum í garð varnaraðila hvað þetta varðar er sérstaklega mótmælt af hálfu varnaraðila.

Í ljósi ákvæðis 6. mgr. 7. gr. laga nr. 95/2008 telur varnaraðili að sér hafi verið heimilt að leita til dómstóla án þess að gæta fyrirmæla 1. – 5 mgr. 7. gr. laganna þar sem sóknaraðili hafði sannanlega hreyft mótbárum við reikningskröfu varnaraðila. Þessara fyrirmæla hafi verið gætt gagnvart félagsmönnunum þremur sem krafðir voru greiðslu persónulega.

Varnaraðili hafnar því að lokum að hafa farið með dylgjur eða sýnt af sér dónaskap í samskiptum við stjórnarmenn sóknaraðila.

Varnaraðili vísar er til 3. mgr. 15. gr. reglna um meðferð mála fyrir úrskurðarnefnd lögmanna vegna kröfu um málskostnað en umtalsverður kostnaður hafi hlotist af málsvörn varnaraðila vegna kærumáls þessa. Kæran er að mati varnaraðila tilefnislaus þar sem sóknaraðila hafi verið ljóst að undirbúningur aðalfundar í félaginu hafi verið langtum umfangsmeiri en í félagi þar sem fundir eru haldnir reglulega. Stjórnarmenn sóknaraðila hafi gert lítið úr útskýringum varnaraðila, ekki hlustað á ráð stjórnarmanns sem réði varnaraðila til starfans og valið að gera lítið úr varnaraðila og 32 ára starfsreynslu hans.

Við undirbúning aðalfundar var að sögn varnaraðila í mörg horn að líta og mörg verk unnin að beiðni þáverandi stjórnarmanns, varamanns í stjórn og prókúruhafa sem öll hafi lýst því yfir að þau séu sátt við störf og þóknun lögmannsstofunnar. Núverandi stjórnarmenn sóknaraðila hafi ekki verið í stjórn sóknaraðila fyrir aðalfund. Þau séu þar af leiðandi ekki þess bær að ógilda ráðningu og samþykki fyrri stjórnar og prókúruhafa vegna vinnu varnaraðila og reikningsgerðar hans. Er málarekstur sóknaraðila fyrir nefndinni af þeim sökum að ófyrirsynju að mati varnaraðila.

III.

Í viðbótargreinargerð sinni áréttaði sóknaraðili að ágreinings- og umkvörtunarefni málsins væri í raun sáraeinfalt. Deilt væri um endurgjald varnaraðila vegna vinnu hans frá 16. mars 2023 samkvæmt reikningi nr. 951, þ.e. að fjárhæð kr. 965.836. Sóknaraðili hafi ítrekað óskað eftir skýringum frá varnaraðila að baki fjölda tíma, sem var ekki svarað, hvorki þegar leitað var til hans í tölvupóstsamskiptum né í greinargerð hans frá 18. júní sl. vegna þessarar kvörtunar.

Á tímaskýrslunni með umdeildum reikningi hafi 23 klst. verið skráðar vegna vinnu varnaraðila sjálfs og 18 klst. vegna vinnu ritara. Sóknaraðili gerir athugasemdir við skýringar varnaraðila á þeirri vinnu í greinargerð hans. Í fyrsta lagi sé þar að hluta til verið að fjalla um vinnu sem átti sér stað fyrir þann tíma sem reikningurinn tekur til og ekki er ágreiningur um. Sóknaraðili svaraði völdum atriðum úr greinargerð varnaraðila og benti á að hvaða leiti skýringar hans á tímaskráningu standist ekki að mati sóknaraðila.

Samkvæmt tímaskýrslu hafi farið 1,25 klst. í tölvupóstsamskipti við félagsmenn þann 21. mars 2023 sem sóknaraðili telur eðlilega skráningu. Sóknaraðili telur vinnu vegna fundar varnaraðila 19. apríl 2023 með stjórnarmanni og prókúruhafa sóknaraðila og tölvupósts í kjölfarið vera ofskráða enda sýni gögn málsins að fundurinn hafist kl. 16 þann dag og tölvupósturinn sendur kl. 17:20. Því standist ekki að vinna vegna þessa hafi verið 3,25 klst. eins og segir í tímaskýrslu.

Hvað varðar vinnu 21. og 22. apríl við skoðun útreikninga að baki kosningu á aðalfundi telur sóknaraðili þessa vinnu hafa verið óþarfa enda hafi kosningar verið haldnar án vandkvæða á öllum aðalfundum sóknaraðila sem haldnir hafi verið.

Hvað varðar vinnu við skjal sem notað var við innskráningu og talningu atkvæða segir sóknaraðili um að ræða skjal sem byggi á eldra skjali sem hafi verið í eigu félagsins og upphaflega búið til fyrir aðalfund árið 2005 og notað á öllum aðalfundum eftir það. Varnaraðili hafi hins vegar neitað að nota kosningakerfi sem til var og hafði verið notað á aðalfundum félagsins fram að þessu og neitað að afhenda félagatalið. Því fást að mati sóknaraðila ekki staðist þær fullyrðingar varnaraðila að hann hafi þróað umrætt kosningakerfi en í öllu falli hafi verið óþarft að leggja í þá vinnu þegar fyrir lá að skjalið var þegar til.

Að mati sóknaraðila sýna gögn málsins ekki að vinna ritara við uppfærslu félagatals hafi átt sér stað á tímabilinu 16. mars – 24. apríl heldur hafi hún farið fram áður og þegar verið greitt fyrir þá vinnu. Félagatalið hafi verið áframsent í hádeginu á aðalfundardegi 24. apríl. Ef fullyrðingar varnaraðila um að hann hafi persónulega framkvæmt vinnu við að útbúa skjal vegna innskráningar og talningar atkvæða séu réttar sé ámælisvert af hans hálfu að hafa farið út í slíka óþarfa vinnu. Þá sýni gögn málsins að því hafi verið beint til varnaraðila áður að ræða undirbúning aðalfundarins, fundargerðabók og bókhald, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir hugsanlegan tvíverknað.

Sóknaraðili telur ljóst að vinna við gerð kjörseðla hafi farið fram af hálfu ritara og falli undir þær 18 klst. sem umþrættur reikningur tekur til.

Að mati sóknaraðila var vinna við gerð beinagrindar að fundargerð ekki tímafrek þar sem hún byggi á fundarboðinu sem áður hafði verið útbúið. Þá sýni gögn málsins einungis að varnaraðili hafi fengið ársreikninga sóknaraðila senda að morgni aðalfundardags, ekki að hann hafi kynnt sér efni þeirra. Hvað varðar vinnu varnaraðila á fundardeginum 24. apríl telur sóknaraðili að um sé að ræða eðlilegan undirbúning fundarstjóra en varnaraðili hefði átt að vera vel undirbúinn á grundvelli þeirra vinnu sem fór fram á tímabilinu ágúst 2022 til 16. mars 2023, þar sem hann hafi augljóslega kynnt sér samþykktir félagsins, auk þess sem hann eigi sem reynslumikill lögmaður að kunna praktísk atriði við fundarstjórn.

Hvað varðar vinnu við að gera fundarmönnum grein fyrir skattalegum álitaefnum þá sýni gögn málsins að varnaraðili hafi haft almenna þekkingu á skattalegri stöðu sóknaraðila og því hafi þessi vinna ekki kallað á sérstaka upprifjun eða viðbótargreiningu auk þess sem álitaefni varðandi framtalsskil á eignarnámsbótum sé fyrnt og því óþarfi að leggja vinnu í greiningu á því.

Varnaraðili skráði 8 klst. vinnu í þágu sóknaraðila þann 24. apríl sem ekki hafi verið skýrð öðruvísi en að um hafi verið að ræða almennan undirbúning fyrir fundarstjórn, tölvupósta til ritara aðalfundarins með afriti af félagatali og kjörgögnum og mætingu á fundinn en varnaraðili hafi þurft að víkja af fundi eftir fyrsta dagskrárlið. Skráður tímafjöldi getur að mati sóknaraðila með engu móti talist eðlilegur.

Sóknaraðili telur augljóst að varnaraðili hafi ekki viljað beita sér gagnvart […] vegna vinskapar hans og viðskipta við það félag. Rangt sé að varnaraðili hafi ekki getað kynnt vinnu sína fyrir nýkjörnum stjórnarmönnum sóknaraðila enda hafi tveir reikningar vegna vinnu hans fram til 16. mars 2023 verið samþykktir og greiddir. Þá sé eðlilegt að gera þá kröfu til lögmanna, sbr. einnig 10 gr. og 15. gr. siðareglna lögmanna, að þeir gefi viðskiptavinum sínum upplýsingar um þá vinnu sem liggur að baki reikningum og tímaskýrslum. Þá skyldu hefði varnaraðili einfaldlega geta uppfyllt með einföldum hætti, strax þegar leitað var til hans, í stað þess bregðast við með hortugheitum.

Sóknaraðili kveður ekki rétt að allir „málshefjendur“ hafi verið í sambandi við lögmannsstofu varnaraðila. Taldir séu upp þrír stjórnarmenn sem voru í upphaflegu tölvupóstsamskiptunum við varnaraðila vegna skýringa að baki reikningi nr. 951, en ekki málshefjandi í máli þessu. Fyrir liggi samkvæmt tímaskráningu að öll samskipti við alla félagsmenn virðist hafa talið samtals 1,25 klst. í vinnu hjá varnaraðila, þar af hafa þessir þrír mögulega tekið samtals 5-10 mínútur af hans tíma. Það hvernig varnaraðili dregur fram umrædda einstaklinga og fjallar um einstakar persónur, utan við ágreiningsefnið sjálft, telur sóknaraðili til marks um ófaglega starfshætti varnaraðila.

Sóknaraðili kveður óumdeilt að skjöl sem varnaraðili kveðist hafa útbúið hafi að einhverju leyti unnin af varnaraðila, en einnig af riturum hans og öðrum félagsmönnum.

Að mati sóknaraðila er ekki rétt að tímaskráning og vinna við undirbúning aðalfundar hafi verið hófstillt. Kostnaður uppá tvær milljónir fyrir aðstoð við að halda aðalfund sé langt umfram það sem telja megi eðlilegt.

Þá kveður sóknaraðili rangt að fulltrúi [...] hafi greitt atkvæði gegn rekstri þessa kvörtunarmáls fyrir úrskurðarnefnd lögmanna eins og varnaraðili heldur fram í greinargerð sinni og vísar til fundargerðar stjórnarfundar frá 16. maí 2023 þar sem ákveðið var að yrði ekki fallist á beiðni stjórnar sóknaraðila um lækkun á umræddum reikningi yrði reikningurinn greiddur með fyrirvara og stjórn legði ágreininginn fyrir úrskurðarnefnd lögmanna á grundvelli 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn. Tillaga þessi hafi verið samþykkt með fjórum atkvæðum en einn stjórnarmaður hafi setið hjá.

Samkvæmt gögnum málsins hafi sóknaraðili upphaflega leitast eftir afslætti af umræddum reikningi en tveimur klukkustundum síðar hafi varnaraðili sent innheimtubréf á einstaka persónur. Sóknaraðili telur innheimtuaðgerðir varnaraðila ekki hafa verið í samræmi við ákvæði laga nr. 77/1998 um lögmenn eða innheimtulög nr. 95/2008. Varnaraðili hafi einungis beint kröfum sínum að þeim þremur félagsmönnum sem áttu fulltrúa í stjórn og höfðu átt í samskiptum við hann um skýringar að baki endurgjaldi hans. Hann hafi kosið að beina kröfu ekki að […] sem sé langstærsti félagsmaður sóknaraðila með um 45,0746% eignarhlut. Enda sýni gögn málsins að varnaraðili hafi myndað sterkt viðskiptasamband við það félag. Þeir félagsmenn sem varnaraðili beindi kröfum sínum að eigi umtalsvert minni eignarhluti í félaginu, þ.e. [C] sem skráð sé fyrir 0,015%, […] fyrir 1,75%, og […] fyrir 1,97% eignarhlut. Af þessu og öðrum gögnum málsins sé ljóst að varnaraðili telji sig í persónulegum ágreiningi við þá stjórnarmenn sem höfðu haft samskipti við hann vegna reiknings nr. 951. Þetta beri merki um ófagleg vinnubrögð og að aðgerðir varnaraðila hafi hvorki samrýmst góðum lögmannsháttum né innheimtuháttum.

Sóknaraðili kveður varnaraðila hafa upplýst stjórnarmenn sóknaraðila um að hann hefði fellt niður reikning nr. 951 í kjölfar fyrstu samskipta vegna reikningsins en síðar hafi hann farið í umræddar innheimtuaðgerðir. Reikningurinn hafi verið ófullnægjandi m.a. þar sem á hann hafi vantar greiðsluupplýsingar. Vegna þessa hafi gjaldkeri sóknaraðila óskað eftir greiðslufresti en innheimtubréf engu að síður verið send 11 dögum eftir eindaga.

Sóknaraðili hafnar kröfu varnaraðila um málskostnað vegna vinnu í kvörtunarmáli þessu og telur tímafjölda, 22,75 klst., úr hófi.

Sóknaraðili áréttar að lögmönnum sé rétt og skylt að greina frá með skýrum hætti hvaða vinna liggur að baki þeirra tímaskýrslum og endurgjaldi. Varnaraðili hefði getað komið með þær skýringar strax þegar leitað var eftir því af hálfu nýkjörinnar stjórnar félagsins, eða í allra síðasta lagi í greinargerð hans í máli þessu. Í stað þess að leggja fram greinagóðar skýringar að baki endurgjaldinu sem ágreiningur í málinu snýr að, hafi varnaraðili kosið að eyða tíma sínum í að skrifa sögu félagsins og önnur málsatvik sem séu málinu algjörlega óviðkomandi. Þá sé einnig með ólíkindum að varnaraðili skuli hafa lagt fram rúmar 400 blaðsíður af gögnum sem varði á engan hátt ágreiningsefnið. Sóknaraðila geti með engu móti verið skylt að greiða fyrir slíka vinnu og ekki hægt að ætlast til þess að nefndin úrskurði kostnað vegna annars en þess sem varðar eiginlegan rekstur málsins, sbr. 3. mgr. 15. gr. reglna um meðferð mála fyrir úrskurðarnefnd lögmanna.

Að lokum krefst sóknaraðili, vísan til 3. mgr. 15. gr. reglna um meðferð mála fyrir úrskurðarnefnd lögmanna, að varnaraðila verði gert að greiða málskostnað samkvæmt mati úrskurðarnefndarinnar. Til hliðsjónar fylgdi tímaskýrsla [C] lögmanns sem hljóðaði upp á 7 klst. vinnu sem m.v. tímagjaldið kr. 26.900 nemur 188.300.

IV.

Í viðbótarathugasemdum segir varnaraðili málatilbúnað sóknaraðila hafi tekið þeim breytingum að nú sé viðurkennt að vinnuframlag hans hafi verið umtalsvert meira en 2-3 tímar eins og haldið var fram í kvörtun. Nú segi sóknaraðili að vinnuframlag varnaraðila hafi verið óþarft, tvíverknaður, áður rukkað og að svo miklu leyti sem þetta á ekki við sé umkrafið gjald óhóflegt.

Þessum málatilbúnaði mótmælir varnaraðili og vísar til greinargerðar sinnar. Þá sundurliðaði varnaraðili vinnuframlag sitt í þágu sóknaraðila á þeim tíma sem kvörtun lýtur að. Sundurliðunin tekur til 33,75 klst. vinnu sem varnaraðili segir varfærna skráningu. Sá reikningur sem kvörtun snýr að var vegna 23 klst. vinnu og því eru að mati sóknaraðila 10,75 klst. vanrukkaðar. Áður kveðst varnaraðili hafa vanrukkað 2 klst. vinnu á reikningi nr. 940, þar sem hann krafðist þóknunar vegna tveggja tíma vinnu í stað fjögurra samkvæmt tímaskráningu sem varnaraðili kveður þó hafa verið varfærna.

Varnaraðili kveður samskipti sín og samstarf við stjórn sóknaraðila hafa verið ánægjulegt og að gagnkvæmt traust og velvild hafi ríkt milli aðila og að reikningagerð hans hafi tekið mið af því. Í sundurliðun sinni kveðst varnaraðili hafa látið sóknaraðila njóta alls vafa og skorið klukku­stunda­brot alltaf niður félaginu til hagsbóta. Þá telur varnaraðili að taka beri tillit til þess að hann hafi lagt út prentkostnað vegna kjörgagna, alls 1.032 bls., sem séu um 30.000 krónur miðað við að kostnaðarverð hverrar bls. sé um 30 kr.

Varnaraðili hafnar því að hafa sýnt stjórnarmönnum sóknaraðila dónaskap eins og fram er haldið og telur framlagða tölvupósta sýna að hann hafi alltaf komið fram af fyllstu kurteisi við stjórnarmenn félagsins. Þá mótmælir varnaraðili málatilbúnaði sóknaraðila um ætluð lögbrot og brot á siðareglum í tengslum við innheimtu hinnar umþrættu kröfu.

Að mati varnaraðila er enginn betur til þess bær að leggja mat á vinnuframlag hans en þau sem réðu hann til starfa, sem voru fyrrum stjórnarmaður og varamaður í stjórn sóknaraðila auk prókúruhafa félagsins sem jafnframt er formaður [...] sem á 45,076% eignarhlut í sóknaraðila og greiðir samkvæmt 5. gr. samþykkta félagsins allan kostnað af rekstri sóknaraðila í samræmi við þann hlut. [...] greiði því 45,076% af reikningi varnaraðila sem sóknaraðili geri ágreining um sbr. tilvitnuð 5. gr. samþykkta félagsins. [...] hafi þannig fjárhagslega hagsmuni af því að reikningur varnaraðila verði lækkaður sem mest.

Varnaraðili lagði fram yfirlýsingar framangreindra einstaklinga sem komu að ráðningu hans og hann telur í betri stöðu til að leggja mat á vinnu hans heldur en sóknaraðili. Þar er því lýst yfir að þau geri ekki efnislegar athugasemdir við það sem þar kemur fram um ráðningu varnaraðila, vinnuframlag og fjárhæð reikningsins, að varnaraðili hafi farið yfir ársreikninga sem útbúnir höfðu verið fyrir aðalfundinn og að sú vinna sem varnaraðili lýsir í greinargerð sinni hafi verið unnin að beiðni fyrrum stjórnarmanna sóknaraðila og að umkrafið endurgjald sé sanngjarnt að þeirra mati og endurspegli vinnuframlag varnaraðila og skrifstofu hans.

Varnaraðili ítrekaði að lokum kröfur sínar, þ.m.t. kröfu um málskostnað og lagði ákvörðun um fjárhæð hans í hendur nefndarinnar.

Niðurstaða

I.

Í 1. mgr. 26. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998 er kveðið á um að ef lögmann greinir á við umbjóðanda sinn um rétt til endurgjalds fyrir störf sín eða fjárhæð þess geti annar þeirra eða þeir báðir lagt málið fyrir úrskurðarnefnd lögmanna. Nefndin vísar frá sér ágreiningsmáli um endurgjald ef lengri tími en eitt ár er liðinn frá því að kostur var á að koma því á framfæri.

Í 27. gr. laganna segir að telji einhver að lögmaður hafi í starfi sínu gert á sinn hlut með háttsemi sem stríði gegn lögum eða reglum skv. 2. mgr. 5. gr. og getur hann þá lagt fyrir úrskurðarnefnd lögmanna kvörtun á hendur lögmanninum. Nefndin vísar kvörtun frá sér ef lengri tími en eitt ár er liðið frá því að kostur var á að koma henni á framfæri. Úrskurðarnefnd getur fundið að vinnubrögðum eða háttsemi lögmanns eða veitt honum áminningu.

Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga nr. 77/1998 er lögmanni rétt að áskilja sér hæfilegt endurgjald fyrir störf sín og skal umbjóðanda hans, eftir því sem við verður komið, gert ljóst hvert það gæti orðið í heild sinni. Loforð um ósanngjarnt endurgjald fyrir starf lögmanns bindur ekki umbjóðanda hans, sbr. 2. mgr. 24. greinar.

Í 24. gr. a. laga um lögmenn segir að með löginnheimtu sé átt við innheimtumeðferð á grundvelli réttarfarslaga og markast upphaf hennar við aðgerðir sem byggðar eru á lögum um aðför, nr. 90/1989, lögum um kyrrsetningu, lögbann o. fl., nr. 31/1990, lögum um nauðungarsölu, nr. 90/1991, lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991, lögum um gjaldþrotaskipti o. fl., nr. 21/1991, og lögum um skipti á dánarbúum o. fl., nr. 20/1991, eða tilkynningum sem samrýmast góðum lögmannsháttum.

Samkvæmt 4. mgr. 10. gr. siðareglna lögmanna skal lögmaður leitast við að gera skjólstæðingi sínum grein fyrir hver kostnaður af máli gæti orðið í heild sinni og vekja athygli hans ef ætla má að kostnaður verði hár að tiltölu við þá hagsmuni sem í húfi eru. Málsgreinin er efnislega svo til óbreytt frá áðurgildandi ákvæði 2. mgr. 10. gr. siðareglna lögmanna sem sóknaraðili vísar til í kvörtun sinni.

Þá segir í 15. gr. siðareglnanna að lögmanni beri að láta skjólstæðingi í té sundurliðaðan reikning yfir verkkostnað í hverju máli. Sé þóknun áskilin á grundvelli tímagjalds skulu upplýsingar veittar úr tímaskýrslu ef eftir þeim er leitað.

Í 3. gr. siðareglna er kveðið á um að lögmaður skuli vera óháður í starfi og standa vörð um sjálfstæði lögmannastéttarinnar. Þá skal lögmaður ekki láta óviðkomandi hagsmuni, hvort heldur eigin eða annarra, hafa áhrif á ráðgjöf sína, meðferð máls fyrir stjórnvaldi eða dómi eða á annað það, sem lögmaður vinnur í þágu skjólstæðings síns.

Í 4. mgr. 8. gr. siðareglna lögmanna segir að lögmaður skuli ekki taka að sér verkefni, sem hann veit eða má vita að hann er ekki fær um að sinna af kunnáttu og fagmennsku, nema verkið sé unnið í samstarfi við hæfan lögmann á viðkomandi sviði.

Samkvæmt 34. gr. siðareglna lögmanna skal lögmaður sýna gagnaðilum skjólstæðinga sinna fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu og þá tillitssemi sem samrýmanleg er hagsmunum skjólstæðinganna.

Í 35. gr. siðareglna lögmanna er kveðið á um að lögmaður megi ekki til framdráttar málum skjólstæðings síns beita gagnaðila ótilhlýðilegum þvingunum, en það telst meðal annars ótilhlýðilegt að leita án sérstaks tilefnis til óviðkomandi venslamanna gagnaðila með mál skjólstæðings síns eða hóta gagnaðila slíku.

Í 6. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 segir að innheimta skuli vera í samræmi við góða innheimtuhætti. Það telst m.a. brjóta í bága við góða innheimtuhætti að beita óhæfilegum þrýstingi eða valda óþarfa tjóni eða óþægindum.

Samkvæmt 7. gr. innheimtulaga skal kröfuhafi eða innheimtuaðili eftir gjalddaga senda skuldara eina skriflega viðvörun þess efnis að vænta megi frekari innheimtuaðgerða verði krafa eigi greidd innan tíu daga frá sendingu viðvörunar. Veita má lengri frest til greiðslu. Hafi skuldari sannanlega hreyft mótbárum gegn peningakröfu er heimilt að bera ágreining um réttmæti kröfunnar undir dómstóla án þess að fyrst sé gætt ákvæða greinarinnar.

II.

Gögn málsins bera með sér að tekin hafi verið ákvörðun um það á stjórnarfundi sóknaraðila 7. október 2022, sem eini rétt kjörni stjórnarmaður félagsins á þeim tíma sat, að ráða lögmannsstofu varnaraðila til þess að vinna nánar tiltekin verk og skyldi kostnaður vegna starfa lögmannsstofunnar greiðast af félaginu. Jafnframt er óumdeilt að varnaraðila hafi verið falið að undirbúa aðalfund sóknaraðila sem fram fór þann 24. apríl 2023. Aðila greinir á um vinnuframlag varnaraðila á tímabilinu 16. mars – 24. apríl 2023. Áður hafði varnaraðili gert sóknaraðila tvo reikninga vegna vinnu við ýmsa verkþætti til undirbúnings aðalfundar voru þeir greiddir án athugasemda af þáverandi prókúruhafa félagsins.

Sú vinna sem varnaraðili og starfsfólk hans vann í þágu sóknaraðila var umbeðin af fyrrum stjórnarmanni félagsins og unnin áður en núverandi stjórnarmenn sóknaraðila voru kjörnir. Liggur þar af leiðandi fyrir að varnaraðili gat ekki uppfyllt skilyrði 4. mgr. 10. gr. siðareglna lögmanna gagnvart þeim einstaklingum sem síðar voru kjörnir í stjórn sóknaraðila. Fyrir liggja yfirlýsingar eina þáverandi stjórnarmanns félagsins, varamanns hans og prókúruhafa félagsins þess efnis að vinna varnaraðila hafi verið unnin að beiðni félagsins og að umkrafið endurgjald endurspegli að þeirra mati vinnuframlag lögmannsins og skrifstofu hans. Með hliðsjón af þessu verður að mati nefndarinnar talið að sóknaraðili hafi uppfyllt skyldu sína skv. 4. mgr. 10. gr. siðareglna lögmanna í störfum sínum fyrir sóknaraðila.

Á reikningi sóknaraðila kemur fram að um sé að ræða: „Vinnu við undirbúning aðalfundar [A sf.] frá 16. mars til 24. apríl 2023. Samskipti við félagsmenn, aðstoð við stjórn félagsins, undirbúningur fundar- og kjörgagna.“ Reikningurinn tekur til 23 klst. vinnu varnaraðila sjálfs og 18 klst. vinnu starfsfólks á skrifstofu hans. Með reikningnum fylgdi vinnuyfirlit varnaraðila sem inniheldur fimm skráningar á jafnmörgum dagsetningum með skýringum. 15. gr. siðareglna lögmanna kveður á um að lögmanni beri að láta skjólstæðingi í té sundurliðaðan reikning yfir verkkostnað í hverju máli auk þess sem honum ber að veita upplýsingar úr tímaskýrslu ef eftir þeim er leitað. Tímaskýrsla sú sem fylgdi reikningi varnaraðila er fullnægjandi í skilningi 15. gr. siðareglna lögmanna og uppfyllti varnaraðili því skyldu sína samkvæmt ákvæðinu í störfum sínum fyrir sóknaraðila.

Fyrir liggur að stjórnarmenn sóknaraðila leituðu frekari skýringa hjá varnaraðila vegna þeirrar vinnu sem umþrættur reikningur tekur til og óskuðu eftir nánari sundurliðun verkþátta samkvæmt tímaskýrslu. Fyrstu samskipti vegna reikningsins voru tölvupóstur stjórnarmanns sóknaraðila til varnaraðila þann 2. maí 2023 sem varnaraðili svaraði og skýrði vinnuna í stuttu máli. Annar stjórnarmaður hafði samband við varnaraðila með tölvupósti þann 4. maí 2023 og óskaði eftir nákvæmari skýringum. Svör varnaraðila voru snubbótt og tjáði stjórnarmaðurinn varnaraðila í kjölfarið að félagið gæti ekki samþykkt reikninginn án betri skýringa og afrita af þeirri greiningarvinnu sem lá að baki reikningnum. Varnaraðili svaraði þeim tölvupósti sama dag og sundurliðaði vinnu sína og sagði afurð hans vinnu hafa legið fyrir á aðalfundi 24. apríl 2023 og verið nýtta á fundinum.

Varnaraðili veitti að mati nefndarinnar umbeðnar skýringar tveimur dögum eftir að fyrst var eftir því leitað og er sá tími ekki úr hófi. Að sama skapi verður ekki annað séð að mati nefndarinnar en að varnaraðili hafi fylgt fyrirmælum 34. gr. siðareglna lögmanna í samskiptum við fulltrúa sóknaraðila.

Að mati nefndarinnar er ekkert framkomið í máli þessu sem gefur tilefni til að ætla að varnaraðili hafi ekki getað sinnt verkefnum fyrir sóknaraðila af kunnáttu og fagmennsku og hefur hann því ekki brotið gegn ákvæðum 4. mgr. 8. gr. siðareglna lögmanna. Þá hefur að mati nefndarinnar ekki verið sýnt fram á að varnaraðili hafi ekki verið óháður í störfum sínum eða að hann hafi látið óviðkomandi hagsmuni hafa áhrif á vinnu sína fyrir sóknaraðila. Telst varnaraðili því hafa uppfyllt skyldur sínar samkvæmt 3. gr. siðareglna lögmanna.

Gögn málsins sýna að í síðasta lagi þann 4. maí 2023 hafði sóknaraðili sannanlega hreyft mótbárum gegn kröfu varnaraðila. Í samræmi við ákvæði 6. mgr. 7. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 var varnaraðila frá þeim tíma heimilt að bera ágreining um réttmæti kröfunnar undir dómstóla án þess að gæta fyrst ákvæða greinarinnar um innheimtuviðvörun.

Félagsmenn sóknaraðila bera einn fyrir alla og allir fyrir einn ábyrgð á heildarskuldbindingum félagsins, sbr. 1. mgr. 8. gr laga nr. 50/2007. Af því leiðir að varnaraðili hafði val um hvort og að hvaða félagsmönnum sóknaraðila hann beindi kröfu sinni. Er þetta og í samræmi við meginreglur kröfuréttar.

Í 2. mgr. 8. gr. sömu laga er kveðið á um að áður en félagsmaður er krafinn um greiðslu skulda skráðs sameignarfélags skuli krefja félagið um greiðslu. Greiði félagið skuldina ekki innan fimmtán daga frá því að krafa barst félaginu getur kröfuhafi félagsins krafið félagsmann um greiðslu skuldarinnar.

Sá reikningur sem deilt er um í málinu var gefinn út þann 26. apríl 2023, var á gjalddaga þann dag og á eindaga 15 dögum síðar eða þann 11. maí 2023. Í ljósi framangreinds gat varnaraðili þann dag krafið félagsmenn sóknaraðila um greiðslu kröfunnar. Þann 12. maí hafði stjórnar­maður sóknaraðila samband við varnaraðila vegna þess að greiðsluupplýsingar vantaði á reikningi nr. 951 og greiðsluseðill hefði ekki verið sendur í heimabanka sóknaraðila. Var farið fram á 10 daga greiðslufrest vegna þessa. Varnaraðili sendi greiðsluupplýsingar í tölvupósti sama dag. Tíu dögum síðar eða þann 22. maí 2023 sendi lögmannsstofa varnaraðila innheimtu­bréf á sóknaraðila vegna kröfunnar auk þess sem þremur félagsmönnum voru sendar innheimtu­viðvaranir vegna hennar.

Þeir þrír félagsmenn sem varnaraðili beindi kröfu sinni að eiga fulltrúa í stjórn sóknaraðila og í einu tilviki er félagsmaðurinn sjálfur stjórnarmaður. Í ljósi þess sem fyrr segir var varnaraðila í sjálfsvald sett hvort og þá að hvaða félagsmönnum hann beindi kröfu sinni. Aldur félagsmanna eða staða þeirra að öðru leyti hefur ekki þýðingu við mat á því hvort varnaraðila hafi verið heimilt að beina kröfu sinni að umræddum félagsmönnum.

Að mati nefndarinnar var innheimta varnaraðila í samræmi við góða innheimtuhætti, sbr. 6. gr. innheimtulaga nr. 95/2008. Að mati nefndarinnar beitti varnaraðili ekki ótilhlýðilegum þvingunum við innheimtuna í skilningi 35. gr. siðareglna lögmanna.

Að mati nefndarinnar var varnaraðila heimilt að beina kröfu sinni gagnvart umræddum félagsmönnum sóknaraðila sbr. áðurnefnda 8. gr. laga nr. 50/2007. Jafnframt telur nefndin að tímamarka skv. 2. mgr. 8. laga nr. 50/2007 hafi verið gætt við innheimtuna. Að mati nefndarinnar var innheimta varnaraðila á umræddum reikningi í samræmi við ákvæði laga um lögmenn nr. 77/1998, innheimtulög og siðareglur lögmanna.

Í ljósi framangreinds er það niðurstaða nefndarinnar að varnaraðili hafi í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Sóknaraðili telur sér óskylt að greiða fyrir tiltekna vinnu varnaraðila, t.a.m. vegna umboðs­gerðar fyrir félagsmenn. Fyrir liggur staðfesting fyrrum eina stjórnar­manns félagsins, þess efnis að vinna varnaraðila hafi verið unnin að beiðni hans f.h. félagsins. Núverandi stjórnarmenn félagsins geta að mati nefndarinnar ekki þrengt verkbeiðni sóknaraðila gagnvart varnaraðila, eftir að verkin hafa verið unnin. Er af þeim sökum ekki fallist á það með sóknaraðila að félaginu beri ekki skylda til að greiða fyrir umrædda vinnu.

Að mati nefndarinnar var það tímagjald sem varnaraðili áskildi sér vegna starfa í þágu sóknaraðila, að fjárhæð 26.900 krónur auk virðisaukaskatts, ekki úr hófi. Sama gildir um tímagjald vegna vinnu starfsfólks á skrifstofu varnaraðila, að fjárhæð 8.900 krónur auk virðisaukaskatts. Nefndin telur varnaraðila hafa gert fullnægjandi grein fyrir þeirri vinnu sem hann vann á tímabilinu 16. mars – 24. apríl 2023 í þágu sóknaraðila. Að teknu tilliti til málsgagna, þar á meðal tilgreindra skjala sem varnaraðili og starfsfólk á skrifstofu hans vann í þágu sóknaraðila og liggja fyrir í máli þessu, yfirlýsinga þáverandi stjórnarmanns, varamanns hans og prókúruhafa sóknaraðila, sem og með hliðsjón af umfangi málsins, því að aðalfundur hafði ekki verið haldinn í félaginu í tæpan áratug, fjölda félagsmanna og þeirra miklu hagsmuna sem sóknaraðili hafði af því að alls væri gætt til þess að á fundinum væri unnt að kjósa lögmæta stjórn í félaginu, verður ekki séð að mati nefndarinnar að sá tímafjöldi sem færður var í tímaskýrslu vegna tilgreindra verkþátta og lagður var til grundvallar við reikningsgerð hafi verið úr hófi. Með hliðsjón af framangreindu og atvikum öllum að öðru leyti er það mat nefndarinnar að áskilið endurgjald varnaraðila vegna starfa hans í þágu sóknaraðila feli í sér hæfilegt endurgjald í skilningi 1. mgr. 24. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998.

Rétt þykir að hvor aðili um sig beri sinn kostnað af máli þessu.

Ú R S K U R Ð A R O R Ð :

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila, A sf., felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A sf., með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.

 

ÚRSKURÐARNEFND LÖGMANNA

Einar Gautur Steingrímsson, formaður

Valborg Þ. Snævarr

Helgi Birgisson

 

 

Rétt endurrit staðfestir


Eva Hrönn Jónsdóttir