Ókeypis lögfræðiráðgjöf er veitt á þriðjudögum frá kl. 16:30 til 18:00 (september-maí). Ráðgjöfin er veitt í síma og gert er ráð fyrir 15 mínútum á mann. Nánari upplýsingar
Vakin er athygli á að Lögmannafélagið veitir ekki lögmannsþjónustu og getur ekki bent á tiltekna lögmenn umfram aðra.
Bent er á lögmannalistann hér fyrir neðan þar sem hægt er að leita að lögmanni eftir sérhæfingu.
Jólaskötusnafsmót LMFÍ í innanhússknattspyrnu verður haldið föstudaginn 20. desember 2024 í íþróttahúsi Víkings við Safamýri
Mótið hefst kl. 12.30 og verður dagskrá send út þegar lið hafa skráð sig. Dómarar verða frá KSÍ.
Skráningarfrestur er til kl. 10.00 mánudaginn ...
Föstudaginn 13. desember kl. 12.00-13.30 efna Lögfræðingafélag Íslands og Lögmannafélag Íslands til fræðslufundar um gervigreind og lögfræði á Nauthóli, Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík.
Berglind Einarsdóttir, lögfræðingur með sérhæfingu í upplýsingatæknikerfum og gervigreind, eigandi Bentt, fer yfir hvernig við getum notað gervigreind í störfum okkar og hvað beri að varast.
Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður á LOGOS, fjallar um það efni sem verður til með notkun gervigreindar og hvort það geti notið verndar höfundalaga.
Jón Gunnar Ásbjörnsson, lögmaður á ...
Aðalfundur Lögmannafélags Íslands fór fram í gær, 29. maí.
Nýr formaður er Stefán Andrew Svensson lögmaður á Juris en auk hans voru Hildur Ýr ...
Lögmannablaðið inniheldur greinar um lagaleg málefni, fréttir og tilkynningar frá LMFÍ. Blaðið er sent til allra félagsmanna, dómstóla, stofnana og einstakra áskrifenda.