Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna 01 2020

 

Mál 15 2020

Kvörtun kæranda, A, er lýtur að liðum nr. 1. – 3. sem tilgreindir eru í I. niðurstöðukafla úrskurðarins, er vísað frá nefndinni.

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 14 2020

Kröfu kæranda, A, um að C ehf. verði gert að endurgreiða kæranda ofgreiddan innheimtukostnað að fjárhæð 40.395 krónur, er vísað frá nefndinni.

Sú háttsemi kærða, B lögmanns, að hefja löginnheimtu með tilheyrandi innheimtuþóknun gagnvart kæranda, A, þann 5. júní 2019 vegna samþykktrar yfirdráttarheimildar án þess að gæta þess áður að innheimtuviðvörun samkvæmt 7. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 hefði verið send til kæranda, er aðfinnsluverð.


Mál 13 2020

Máli þessu er vísað frá nefndinni.


Mál 12 2020

Kærða, B lögmaður, sætir áminningu.  


Mál 11 2020

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 9 2020

Máli þessu er vísað frá nefndinni.


Mál 7 2020

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 5 2020

Kærðu, B lögmaður og C lögmaður, hafa í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.  


Mál 3 2020

Sú háttsemi kærðu, B lögmanns, að senda kæranda, A, tölvubréf 28. nóvember 2019 þar sem umgengni kæranda við barn hans og umbjóðanda kærðu í desembermánuði 2019 var skilyrt við að umþrætt meðlagsskuld yrði áður greidd og að eigur umbjóðanda kærðu yrðu fluttar til Íslands frá E á kostnað kæranda, er aðfinnsluverð.


Mál 2 2020

Kröfum kæranda, A lögmanns, um að kærða, B lögmanni, verði gert að biðjast afsökunar á framferði sínu og að kæranda verði úrskurðaðar miskabætur, er vísað frá nefndinni. 

Sú háttsemi kærða, B lögmanns, að kynna ekki kæranda, A lögmanni, fjárkröfur skjólstæðings síns og gefa honum með því kost á að ljúka viðkomandi máli með samkomulagi fyrir lögsókn, er aðfinnsluverð